26.3.2008 | 23:48
Kanarý :D:D
Kanarýblogg:D
Já ég var á Kanarý ef það fór framhjá einhverjum:D og það var svoooo gaman:D:D held ég skipti þessu bara niður eftir dögum svo ég gleymi engu:D
Þriðjudagur:
->vaknaði eldsnemma, fór til læknis, komin með veirusýkingu!
-> fékk einhver lyf og fór svo í bæinn með pabba... hitti alla í Kringlunni og fór svo með Sirrý, Maríu og Didda út á völl.
-> Kjartan alveg að meika það í ullarpeysu, stuttbuxum og gúmmískóm!!!
->fórum í loftið hálftíma of seint... jeiiii... í þvílíkt þröngri vél, var fegin að vera lágvaxin!
->vorum lent einhvern tíma... og fórum út að borða klukkan 1 um nótt og fengum GRÆNT LASAGNA!! ooog það smakkaðist ekkert sérlega vel, bara skrítinn dani sem gat borðað það..;)
->svo bara tékkaði maður betur á hótelinu, sem var ekki með læsanlegu klósetti!!svo það var sett upp sokksýstem, sem sé ef það var sokkur á hurðarhúninum þá var einvher á baðinu;) mjög sniðugt!
Miðvikudagur:
->Var vöknuð fyrir allar aldir, fékk mér sunddýnu og smellti mér í sundlaugina, með SÓLARVÖRN 30!
->eftir korter var ég alveg að stikna, og var þá orðin svona líka skemmtilega sólbrend á bakinu og aðeins á bringunni... Á!
->hafði sem betur fer keypt mér aftersun með aloe vera og María varð að gera svo vel að smyrja því á bakið á mér aftur og aftur...;)
->Fékk frekar óskemmtilegt gælunafn... Ætla ekki að minnast á það hér...
->Kjartan ældi á milli rúmanna Helgu ti ómældrar gleði;) "KJARTAN, ÞÚ ERT ÓGEÐSLEGUR"!! ´sófinn í herberginu kom víst að góðum notum;)
->Fórum í "supermarket" og keyptum okkur ÓDÝRT áfengi!! ahhhh...
->drukkum þetta merkilega áfengi og fórum svo í Kasbah og vorum toguð inn á skrilljón staði, "free drinks" allsstaðar, ekki er ég að kvarta!!:D
-> Gummi G áreittur af svörtum mellum á hverju horni, "sucky-sucky"!! hahahahaha... -> White-Chocolate!!bwaaaaahahha!!
->held við höfum svo bara farið heim á hótel að sofa svona 3 eða eitthvað...:S
Fimmtudagur:
->vaknaði aftur snemma...
-> minnir að við höfum farið á ströndina, rákumst á brjálaðar svartar sölukerlingar frá svörtustu Afríku... VARÚÐ þær eru hættulegar!.. spurjiði bara Maríu... hehehe
->skellti mér í sjóinn ásamt fleirum, hann var ekki HEITUR!
->svo bara fórum við eitthvert að borða man ekki hvar.. örugglega voða gott...
-> svo allir á blindafyllerý eins og fyrra kvöldið... Scandic bar, The Viking og Keane's bar... mismunandi skemmtilegir;)
->svo þegar við María ákváðum að leggja af stað heim, lentum við í því!! ÞAÐ ELTU OKKUR ÞRJÁR KARLHÓRUR!!! vaaaaa!! Svona litlir asnalegir og perralegir vibbar, að bjóðast til þess að sofa hjá okkur á miðri gangbraut! já nei TAKK!! Við saklausu íslensku sveitastelpurnar afþökkuðum pent og hlupum eins og fætur toguðu á hótelið, en þá vildi ekki betur til en svo að einn hórinn elti okkur og inn í litlu litlu lyftuna!! Var eitthvað að strjúka á mér kinnina og segja e-ð á spænsku, en viti menn, mér tókst að segja honum á spænsku að ég talaði ekki spænsku og svo hlupum við út og inní herbergi... lágum svo á gólfinu í hláturskasti þangað til ég sofnaði á sófanum...
Föstudagur:
-> Fórum á ströndina og eitthvað...
->Svo minnir mig að við höfum farið í Aqualand þennan dag, en það var allavega ÆÐI!! fórum í allskonar sullumbullurennibrautir!... Sirry ruddist fagmannlega í röðinni og við fórum í nánast beina rennibraut og ég hélt ég myndi deyja!!! Fórum líka í einhverja svona á þar sem allir voru bara að dóla eitthvað en ég nennti því ekki svo við María ákváðum að róa okkur áfram með höndunum en þá skvetti ég óvart PÍNU á eitthvert samkynhneigðasta gerpi semég hef séð og hann varð BRJÁLAÐUR!! ég bara e-ð "Sorry, sorrý" og flýtti mér í burtu:S:S.. úps...
->svo vildu allir fara að fara eftir smá tíma og jájá... ég týndi lyklinum að skápnum okkar en það varð nú í lagi...
->biðum endalaust eftir taxa, komumst svo loksins á hótelið og þá var farið að éta og prufaðir kokteilar...
->Ásgeir plataður í hóruhús, "Are u looking for your friends?" hahahaha
->Sirrý reddaði endalausum fríum drykkjum, svo maður var vel drukkinn, fórum á svaka fancy stað, með hvítum leðursófum og öllu heila klabbinu, fengum frí skot og kampavínsflösku, sem Didda fanst nú sniðugt að hrista og sprauta YFIR ALLAR STELPURNAR!!:D:D hahaha... hitti svona líka vel í augun á Maríu sem varð blind... Sirrý ældi bakvið fína leðursófann of við Helga stálum Tequilaflösku...
->Ég var send upp á hótel með flöskuna og það tókst svona líka vel að Dennis "mamma" hélt að ég ætlaði að fara að drekka hana svona rétt fyrir svefninn og reif hana af mér og læsti inní öryggisskáp!! :P:P "JÁ SÆLL"!!! HAHAHAHAHA... eins og ég hefði eitthvað gert það!!!
Laugardagur:
-> allir fóru drulluþunnir í Go-Kart um eittleytið...
-> það var ÆÐISLEGA GAMAN!! skulum ekkert vera að tala um í hvaða sæti ég lenti, en Helgus tapaði með stæl, og Ásgeir vann, Gummi K í öðru og "Díddí" í þriðja:D hefði alveg verið til í nokkra klukkutíma í viðbót í aðeins betri bíl sem dreif upp brekkuna!!;);)
->Við María komum upp á hótel í adrenalín sjokki dauðans... til í allt, en enginn annar!;) svo ég held við höfum farið í einhverjar búðir og fyllt ísskápinn af vökva;);)
->Ég of þunn til að geta komið niður bita... svo ég svaf á meðan hinir fóru út að borða..
->Kjartan kom ekki einn heim af djamminu, og nei það var ekki stelpa, heldur STEINHELLA!!! hahahahah
->Skellti mér í sund þegar ég kom heim um 4... held að það hafi bara verið fínt... kannski soldið kalt..
Sunnudagur:
->Svaf þvílíkt lengi...
->Borðuðum á Broncemar, það var fínt, samt ekki jafn fínt og á Rimini;)
->Fékk eitt lítið sætt páskaegg frá Gyðu:D takk fyrir það:D:D
->Fórum á ströndina, í búðir og svo á fyllerí um kvöldið... man ekkert hvap við gerðum.. svipað og hina dagana... minnir mig...
Mánudagur:
->Fórum á ströndina í bullandi sandbyl... kom heim með sand í hverri skoru;) hahahaha....
->allir að reyna að sleikja sólina seinasta daginn, nema ég.. þar sem ég verð bara rauð og freknótt!
->Fórum út að borða á Rimini... Fekk ótrúlega góðan mat! nautalundir og svo jarðarberjagúmmelaði í eftirrétt!:S:Dahm!
->Ætlaði að taka því bara rólega... drakk bara smá vodka og svona á hótelinu áður en við fórum... En svo bara.. gleymdi ég því og drakk allt of mikið.. Fórum á Relax, sem er GEGGJAÐUR staður:Dfengum að ráða tónlistinni næstum allan tímann:D allir keyptu sér bol frá staðnum og María KYSSTI SVARTA GAURINN!!! BWAAAHAHAHAHAHA!!! Sá það reyndar ekki en , ég veit að það gerðist!;);)
-> EEEEN svo ætlaði ég barasta heim að sofa í hausinn minn, en það var víst ekki það sem ég gerði.. ->á mjöf bágt með að trúa þvi að ég, LOFTHRÆDD MANNESKJAN, hafi farið að klifra út á þak á hótelinu til að ná í pálmagrein, og hafi þar á eftir skýrt hana PÉTUR og sagt að hann væri kærastinn minn þegar Dennis ætlaði að henda honum út!! ég neita að trúa því!!...
->Trúi því ekki heldur að ég hafi dottið í baðkarið og fest mig!!!:P:P ekki fyndið!!...
...Fórum svo heim seinnipart þriðjudags, geðveikt þreytt en mjög sátt með ferðina:D Gaman gaman!! Svo bara takk takk kærlega til allra sem komu með;) mjööög gaman og skemmtilegt fólk, þó ég hafi ekki þekkt marga marga, þekki þá allavega betur núna;)
En farin að sofa.. vinna og allt þetta venjulega að byrja aftur:D
Brunna Mæja;)
Athugasemdir
Þetta var snilldarferð, þakka kærlega fyrir mig
kveðja
White-Chocolate
Guðmundur Garðar Brynjólfsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 16:22
Ég trúi ekki að Kjartan hafi farið svona "töff" í flugvélina. J-E-S-Ú-S.
En gott að það var gaman og Helga stakk sér líka einu sinni til sunds seint um nótt! Fyrir sirka tveimur árum og aðeins meira en það. Hún þurfti reyndar að leggja alla peningana sína til þerris eftir þá stungu.
Eyrún (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 20:03
jámm.. ég var nú ekki með neitt í vösunum, nema að ég var með einn seðil í "brjóstvasanum" en einvherrra hluta vegna blotnaði hann ekki...:D það var svosem fínt bara:D:D en jú, Kjartan mætti í sveitadressinu;) hahahaa
Gunna mæja:D (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 21:25
bwahahahaha þessar sögur verða seint leiðinlegar XD
Sérstaklega ekki með Maríu&svertingjann, og PéturPálma! ;):D
eeeen sé þig í kveld esskan... svona áður en ég leggst aftur í útlegð!-- eeen þá tekur bara sumarið við, og þá verður nú stuð :);)
ELSA (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.