10.2.2008 | 19:24
Eitt spark í punginn...
HÉLVÍTIS skítaveður!!!! Það er alveg ótrúlegt hvað þetta veður getur verið ógeðsleeegt!... hélt án gríns að á föstudagskvöldið yrði ég heinilislaus... rokið var svo svakalegt að ég hélt að húsið fyki með öllu heila klabbinu! En það gerði það nú sem betur fer ekki... og morguninn eftir áttu pabbi og Bjölli bró afmæli báðir tveir. Gaman saman.
Er við það að tapa mér hérna heima... sárvantar smá "speis" útaf fyrir mig, þó ekki væri nema stór pappakassi til að skríða í... get ekki einu sinni klætt mig í friði á morgnana!!... svo alltaf vakin um leið og þeir fyrstu fara á fætur, sama hvaða dagur er, svo það er ekki nema vona að ég er þreytt og pirruð...
Leikskólabörnin er kvefuð, og það sést á peysunni minni á hverjum degi, því þau eiga það til elskurnar, að snýta sér í hana ef það er ekkert snýtibréf í næsta nágrenni.... kom heim um daginn og sá þessa líka myndarlegu slummu á öxlinni!en hvernig hún komst þangað, veit ég ekki..
Á öskudaginn mætti ég með svakalega blá hárkollu, skikkju og eitthvað drasl í fésinu, en mundi svo að ég þurftia ð bruna út á skaga um leið og ég var búin í vinnunni!! hahahaha.. ófáir sem spurðu hvað ég væri með í andlitinu!! heheh... dró lítinn krakka á snjóþotu um alla heilu Hvanneyri og svo sungu þau og fengu nammi gott!... alger krútt þessi litlu, ljón, tígrisdýr og fleiri furðuverur:D
Fór í heimsókn hjá ömmu áðan. Ahhhh... fór í fjárhúsin og hitti kindurnar mínar... þær eru svo svalar!!! Hitti líka vinkonu mína hana Auka-Svört, sem þekkti mig alveg og kom hlaupandi til mín til að fá klapp:D svo líka hún Þoka sem mér tókst að spekja í fyrra... hélt að hún myndi nú ekki vilja neitt klapp, en nei hún vildi það sko víst... samt vilja þær hvorugar að fólk sem er þarna á hverjum degi klappi þeim:) þeim líkar víst bara svona vel við mig:D
Er á fullu að plana sumarið, er svolítið mikið fyrir að plana hlutina;) Get ekki gert sjálfri mér það að missa af sauðburðinum, og langar svolítið í Húsafell aftur, en svo er bara hvort þau vilja mig aftur;)
Svo er það barasta Búfræðingurinn næsta haust, en ég veit ekkert hvort ég á að leigja á hvanneyri eða vera heima.. verð örugglega geggjuð ef ég verð heima, en er ég það svosem ekki fyrir??
Athugasemdir
Gunna.....það er mjög töff að leigja á Hvanneyri.....þá get ég alltaf komið í partý til þín um helgar og þá kemst þú miklu betur inn í samfélagið;) En sorry að ég gleymdi að láta þig vita:o Ég hafði bara svo stuttann tíma til að hafa mig til að ég stein gleymdi öllu í kringum mig!
Aðalheiður Kristjánsdóttir, 10.2.2008 kl. 21:53
Geggjuð, ekki er á það bætandi XD --- eeen ef þúrt að leigja á hvanneyri skal ég vera sjálfboðinn fyrstigestur í öll þín partý elskan :Þ
eeen Húsafell er málið, ooog það verður bara svooo gaman hjá okkur í sumar -partýpartýpartý- :D
eeen CUl8ter darlíng (uuuum páskana, áður en þú ferð út;)) :***
Asle furðuverk (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:13
Fyrirsögn þessarar færslu minnir mig óneitanlega á atvik sem gerðist í fótboltaleik á Hellum í forðum daga ;)
Eyrún (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 19:00
eehhh... ;) Held að ég endi bara á því að leigja á Hvanneyri, og ferí Húsafell í sumar:D ..ömm Eyrún.. tölum ekki meira um þaaað...;);)
Gunna M (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 16:31
bíddu bíddu bíddu ertu þá að segja mér að það verður engin gunna mæja að vinna á leikskólanum í sumar með mér (það er að segja ef ég fæ starfið:P)??:O:O ég trúi þér ekki:( ooooo....
en hafðir þú hugsað þér að kíkja í afmælið til hennar Margrétar Lilju á næsta föstudag?:) nenni tæplega að fara ein svo ef þú ætlar þá væri ekkert nema næs að vera í samfloti:D
sé þig í prófinu á morgun:D;)
Álfheiður (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 17:09
jááá..það er nú aðallega útaf launum sko...:S væri alveg til í vinna lengur þarna! fínn félagsskapur, svo hressar konur þarna!! en nei.. ég kemst ekki í afmælið, þarf að vinna um helgina:D og já sjáumst í prófinu!:S er ekki ´búin að lesa bókina:S:S
Gunna Mæja (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.